4 vikna námskeið á hilton spaa

4 VIKNA NÁMSKEIÐ Á HILTON SPA
Námskeiðin eru skemtileg blanda af styktar og brennsluæfingum sem henta öllum. Auðvelt er að laga æfingarnar að hverjum og einum svo allir séu að vinna á álagi sem hentar hverjum og einum. Gunnar Már kennir alla tímana og hefur yfir 27 ára reynslu í líkamsrækt og þjálfun.

TÍMARNIR
Eru byggðir ólíkt upp eftir vikun. Fyrstu vikuna er blanda af almennum styrktaræfingum fyrir alla helstu vöðvahópana ásamt góðum brennsluæfingum. Vika 2 er kviðvika þar sem áhersla verður lögð á kviðsvæðið og aðliggjandi vöðvahópa. Vika 3 er styrktarvika sem leggur áherslu á styrkinn og aukum við vægi þeirra verulega þessa vikuna og vika 4 er svo cardio vikan þar sem við leggum aðaláherslu á brennsluæfingar. Hjarta, lungu og æðakerfið fær gott boozt þá vikuna.

INNIFALIÐ/UPPSETNING
Ég legg ríka áherslu á matarhlutann og í boði eru 6 rafbækur sem þú færð sendar ásamt daglegur póstum í 3 vikur. Ásamt þessu er ég ávallt reiðubúinn að aðstoða við ítarlegri ráðleggingar. Það eru vikulegar mælingar sem eru rafleiðnimælingar sem gefa upp þyngd, fituprósentu, bmi stöðul, innri fitu, vöðvamassa og vökvamagn. Nákvæmar og áreiðanlegar mælingar sem gott er að hafa til að fylgjast með árangrinum.
Rafbækurnar eru:
HABS fjallar um að minnka verulega sykur og brauð. Almennt LKL mataræði
17:7 fjallar um föstur á marga vegu og ráðleggur almennt LKL mataræði samhliða þeim
MHM fjallar um miðjarðarhafs mataræðið en ég tek lágkolvetna vinkilin á það. Hollt og gott mataræði
KETO 1  fjallar um hið vinsæla keto mataræði.
KETO 2  er framhaldið og er minna um fræðslu en þess meira um matinn sjálfann og hugmyndir tengdar honum
CARB NÆT  er lágkolvetna mataræðis uppsetning en með einum svindldegi í viku.

TÍMASETNING OG VERÐT
Tímarnir eru klukkan 6:15 og 7:00 ATH að það eru fjöldatakmarkanir á námskeiðinu v/C19. Innifalið í verðinu eru
þessir 3 tímar ásamt handklæði í hverri komu. (Spa er ekki innifalið i verðinu er hægt að kaupa aukalega)
Verðið fyrir 4 vikur er 19,900.- og er greitt í afgreiðslu Hilton Spa í fyrstu heimsókn.

SKRÁNING OG NÆSTU NÁMSKEIÐ
Hægt er að skrái sig með því að senda mail á gunni@habs.is. Næstu námskeið eru:
7 september 2020
5 október 2020
2 nóvember 2020
30 nóvember 2020 (3 vikur)