Síðasta HÆTTU AÐ BORÐA SYKUR námskeið fyrir jól – Enn hægt að skrá sig

The-Academy

“Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki miklar væntingar til þessa prógramms í upphafi, hélt að þetta fyrirkomulag myndi ekki virka á mig, að fá senda fræðslu í gegnum tölvupóst. En annað hefur komið í ljós. Það er frábært að lesa póstana frá þér seinnipart dags, þegar sætindaþörfin er sem mest, og fá hugmyndir að hollum og sykurlausum mat. Svo finnst mér líka skipta mjög miklu máli að vita “af hverju”, því þegar maður skilur hvernig líkaminn virkar þá tekur maður betri og skynsamari ákvarðanir varðandi mat. Svo eru póstarnir mjög vel uppsettir og grípandi… og uppskriftirnar frábærar!”
– ÞÁTTTAKANDI Á SEPTEMBER PRÓGRAMMINU

HÆTTU AÐ BORÐA SYKUR er  NÝTT 6 vikna „online“ prógram sem aðstoðar þig við að hætta að borða sykur og þá meina ég sykur í öllum sínum formum. Það er ótrúlegt hvað gerist þegar þú hættir í sykri og ef þú ætlar aðeins að taka eitt skref í átt að bættri heilsu í þessum MEISTARAMÁNUÐI skaltu taka skrefið að hætta að borða sykur. ÞAÐ ER EKKERT SEM HEFUR JAFNMIKIL ÁHRIF Á HEILSUNA OG ÞAÐ AÐ HÆTTA AÐ BORÐA SYKUR

 Hættu að borða sykur – 6 vikna prógramm inniheldur:

– DAGLEGA hvatningu, ráð og hugmyndir til að hætta að borða sykur
– Hvaða skref NÁKVÆMLEGA þú þarft að taka til að geta hætt að borða sykur
– BBAM matarplan án sykurs (Borðaðu Bara Alvöru Mat)
– Innkaupalista og hugmyndir að sykurlausum útgáfum af ýmsum vörum
– Eftirréttar uppskriftir án sykurs

Svona lítur fyrsta vika út…
Vika 1: BYRJAÐ AÐ SKERA NIÐUR SYKUR Í MATARÆÐINU
dagur 1: Velkomin í prógrammið – leiðbeiningar
dagur 1: Egg í öllu sínu veldi
dagur 2:Frúktósi er skaðvaldurinn
dagur 2: 3 sykurlausar uppskriftir
dagur 3: Sykur í mjólkurvörum/úttekt
dagur 4: Hugmyndir að hádegis og kvöldverði
dagur 4: Kókosmuesli og morgunverðarhugmyndir
dagur 5: Munurinn á möndumjólk/kókosmjólk/hrísmjólk varðandi sykur
dagur 5: 4 helgarnammi uppskriftir

Vika 2: Hætta að borða sykur…..en hvað kemur í staðinn?
Fullt af vöruhugmyndum um bestu kostina og innkaupalisti / Borðaðu þetta/Ekki þetta
Vika 3: Aðalréttir, millimál, morgunverðir og allt þar á milli
Þessi vika er sú gómsætasta og það besta er að hún er algerlega sykurlaus
Vika 4: Tilraunavika og detoxvikan, hérna gerast hlutirnir sko
Nú köfum við enn dýpra og þessi vika er full af fróðleik um hormónin og það sem gerist innra með þér þegar þú hættir í sykri.
Vika 5: Andlega hliðin tekin í góða haust hreingerningu
Líkamleg og andleg heilsa fara hönd í hönd og hérna nær andlega hvatningin hámarki. Það geta ALLIR hætt að borða sykur
Vika 6: Endurmat, yfirlit og framtíð án sykurs.

Til að vera með sendirðu póst á gunni@lkl.is og skráir þig.
Næsta prógram hefst mánudaginn 10 nóvember og er í 6 vikur.
Hættu að borða sykur prógramið kostar aðeins 4,900.-
meira hérna: https://www.facebook.com/haettuadbordasykur

The-Academy

Leave a Reply