Hæ, velkomin í prógrammið!

- þú getur breytt sambandi þínu við mat með því að hætta í sykri og þar með lífi þínu.
Ég skrifaði bókina og hannaði 6 vikna prógrammið til þess að gefa þér þau tól sem eru nauðsynleg til þess að ná árangri gegn sykrinum og gera þér kleift að hætta fyrir fullt og allt.
HVAÐ GERIST ÞEGAR ÞÚ HÆTTIR AÐ BORÐA SYKUR…
  • Þú nærð stjórn á matarlyst og sykurlöngun. Þú verður við stjórnvölinn, ekki sykur!
  • Þú lærir að  útbúa nýjar uppskriftir sem einfaldar og taka stuttan tíma að útbúa.
  • Þú munt sofa betur og hvílast og þar með auka daglega vellíðan
  • Þú verður einbeittari, orkumeiri og úthaldsmeiri
  • Húðin á þér verður áberandi fallegri
  • Þú bætir heilsu þína stórkostlega
  • Þú léttist og mittismálið minnkar
BYRJA NÚNA
Matarplön

Þú færð matarplön og innkaupalista sem hjálpa þér að velja réttar vörur sem innihalda minnst magn sykurs í hvaða formi sem er.

Uppskriftir

Í bókinni og á 6VP færðu yfir 100 uppskriftir af morgunverðum, aðalréttum, millimálum og eftirréttum. Allt einfaldar uppskriftir sem tekur ekki langan tíma að útbúa.

Hvatning og fróðleikur

Það þurfa allir hvatningu til að komast í gegnum erfiðu tímana og í prógramminu leggjum við ríka áherslu á andlega þáttinn og hlúum vel að sjálfinu allan tímann.

HABS rafbókin

Habs prógrammið er annars vegar rafbók sem þú færð senda samdægurs þegar þú skráir þig. Bókin fer ítarlega yfir hluti sem aðstoða þig í að minnka sykur verulega í mataræðinu og velja sykurminni vörur í staðinn. Bókin fer ítarlega yfir hverja viku í 6 vikna prógramminu og er full af uppskriftum, fræðslu og hvatningu og er fyrsta skrefið í að hætta í sykri.

HABS 6 vikna prógrammið

Næsta mánudag eftir að þú kaupir bókina byrjarðu á 6 vikna prógramminu sem virkar þannig að þú færð sendan póst alla virka daga næstu 6 vikurnar, samtals 30 pósta næstu 6 vikurnar. Hver vika styðst við vikukaflana í bókinni og daglegu póstarnir virka eins og mjög ítarlegt viðhengi við hverja viku og innihalda hvatningu, fullt af uppskriftum og auðlesinn fróðleik og leiða þig skref fyrir skref í áttina að hætta að borða sykur.

Bókin virkar síðan vel sem handbók með vikunum 6 og gott að fletta upp vikunum aftur og nota hana í skömmtum. Skráðu þig NÚNA efst á síðunni (byrja núna)

Daglega hvatning er lykillinn að HABS. Að fá fróðleik, hvatningu og ferskar hugmyndir ásamt girnilegum uppskriftum beint í pósthólfið alla virka daga er svo sannarlega málið. Svona eru vikurnar byggðar upp í 6 vikna prógramm.

MÁNUDAGA

færðu alltaf góðar hugmyndir og einföld ráð til að fara rétt af stað inn í vikuna.

ÞRIÐJUDAGA

er alltaf úttekt á vörum og vöruflokkum eins og mjólkurvörum, brauðmeti o.s.frv. sem hjálpar þér að velja sykurminnstu og bestu kostina.

MIÐVIKUDAGA

færðu fullt af fróðleik og andlega hvatningu sem er nauðsynlegt í vegferðinni að hætta í sykri. Því meira sem þú veist því betur mun þér ganga.

FIMMTUDAGA

færðu matseðla og hugmyndir að morgunverðum, máltíðum og millimálum.

FÖSTUDAGA

eru það eftirréttirnir og sykurlaust nammi sem ræður ferðinni. Fullt af gómsætum eftirréttum sem eru stútfullir af hollustu og gæðahráefnum.

HELGAR

Um helgar ferðu eftir því sem þú hefur lært hina dagana.

Dorrit

HVATNING FRÁ DORRIT MOUSSAIEFF FORSETAFRÚ

Gunni

GUNNAR MÁR ER MAÐURINN Á BAKVIÐ HABS

HABS_Sykurlausa_Sukkuladibokin_MEDIUM

NÝ BÓK – SYKURLAUSA SÚKKULAÐIBÓKIN

mynd07

#2

FED UP


- „ein ótrúlegasta heimildamynd sem þú munt horfa á, hún mun gjörsamlega breyta því hvernig þú lítur á sykur.“

FED UP er gríðarlega vöndum heimildamynd frá fréttakonunni Katie Couric sem fjallar um sykur og afleiðingarnar af ofneyslunni á sykri sem við erum að sjá núna 30 árum eftir að hann fór að vera vinsæl almenningsvara.

55
af sykri á ári
200
af sykri á VIKU

"Ég er ein af þeim sem hef keypt og mætt á alls kyns námskeið en aldrei nokkurn tímann hefur peningunum verið jafn vel varið og í þetta námskeið. Ég verð að senda þér stórt hrós fyrir ótrúlega fallega og góða uppsetningu á efninu, vel útskýrðu og rökstuddu efni og síðast en ekki síst mjög svo girnilegra uppskrifta. Hlakka til við að takast á við lífð án sykurs með öllu þessu efni sem ég hef fengið frá þér sl 6 vikur."

− Guðrún

"Ég tók heimilisfólkið með mér í þessa sykurlausu ferð. Unglingarnir eru núna meðvitaðir um eitt og annað varðandi sykur. Þeir (allt strákar) hafa gert allskonar tilraunir með uppskriftunum frá þér og hættu að drekka gos og ávaxtasafa. Antígrænmetisgaurinn fór að borða grænmeti og er mjög sáttur. Niðurstaðan er sú að okkur líður vel og höfum misst mörg kíló. Einn aðilinn missti 10 kg þessar 6 vikur! Auk þess hefur þetta allt skapað umræðu með vinum allra hér á heimilinu svo boðskapurinn breiðist út. Póstarnir þínir hafa verið einfaldir og aðgengilegir. Þetta er mjög vel uppsett prógramm. Lífið er bara einfaldara og skemmtilegra án sykur."

− Kristín
HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ ÁVAXTASAFANA?

HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ ÁVAXTASAFANA?

GET ÉG DRUKKIÐ ÁFENGI Á HABS?

GET ÉG DRUKKIÐ ÁFENGI Á HABS?

ÞARF ÉG AÐ BREYTA ÖLLU HJÁ MÉR Í MATARÆÐINU?

ÞARF ÉG AÐ BREYTA ÖLLU HJÁ MÉR Í MATARÆÐINU?

MUN ÉG LÉTTAST Á PRÓGRAMMINU?

MUN ÉG LÉTTAST Á PRÓGRAMMINU?

MÁ ÉG BORÐA SÚKKULAÐI Á HABS?

MÁ ÉG BORÐA SÚKKULAÐI Á HABS?

GETA ALLIR Í FJÖLSKYLDUNNI VERIÐ MEÐ?

GETA ALLIR Í FJÖLSKYLDUNNI VERIÐ MEÐ?

MÁ ÉG BORÐA ÁVEXTI Á HABS?

MÁ ÉG BORÐA ÁVEXTI Á HABS?

HVAÐ NÁKVÆMLEGA INNIHELDUR HABS PRÓGRAMMIÐ?

HVAÐ NÁKVÆMLEGA INNIHELDUR HABS PRÓGRAMMIÐ?

MÁ ÉG BORÐA ÁVEXTI Á HABS?

Ávextir eru svo sannarlega í boði enda næringarríkir og trefjaríkir þegar þeirra er neytt í sínu upprunalega formi. Það eru vissir ávextir sem mælt er með umfram aðra vegna sykurinnihalds þeirra og þeir eru notaðir í gegnum allt prógrammið. Ávaxtasafar eru annað mál og um þá er fjallað ítarlega og hvers vegna þú ættir að takmarka verulega neyslu þeirra.

GETA ALLIR Í FJÖLSKYLDUNNI VERIÐ MEÐ?

Já það geta allir verið með enda ekki verið að hætta í neinu nema sykri. Það eru reyndar önnur kolvetni sem haga sér svipað og sykur þegar þeirra er neytt og þó þau séu næringarríkari þá er mælt með að takmarka neyslu þeirra og bent á kosti sem væru hentugri og hafa mun betri áhrif á daglega orku, matarlyst og nammilöngun.

MÁ ÉG BORÐA SÚKKULAÐI Á HABS?

Súkkulaði er ekki það sama og súkkulaði svo svarið er eiginlega já og nei. Þú getur ekki farið og keypti þér hefðbundið súkkulaði og haldið áfram að borða það því það er hlaðið af sykri og óhollum fitusýrum. Dökkt súkkulaði t.d. 85% er allt annað mál og það eru nokkarar tegundir sem HABS mælir sérstaklega með í prógramminu og hægt er að neyta í hófi. Síðan er það þriðji kosturinn sem er að gera sitt eigið súkkulaði og þá erum við farin að tala saman því þar ertu að setja saman ekkert nema sykurlaus og mjög holl hráefni saman og mátt þess vegna snæða það daglega enda súpergott og súperhollt  (uppskrift er að finna í bókinni).

MUN ÉG LÉTTAST Á PRÓGRAMMINU?

Það er næsta víst að ef þú hættir að borða sykur þá muntu léttast. Langflestir sem fara á prógrammið hafa það allavega einhversstaðar á markmiðalistanum að léttast svo það er lögð viss áhersla á það en hversu mikið það verður og á hversu löngum tíma það verður er mjög misjafnt. Að hætta að borða sykur er langtímaprógramm og markmiðið er að hætta í sykri fyrir fullt og allt. Þetta er eins og flest annað í lífinu, maður uppsker það sem maður sáir og ef þú nærð að fylgja prógramminu og tileinkar þér nýjar neysluvenjur er ekkert því til fyrirstöðu að þú náir þyngdarmarkmiðum þínum.